Í upphafi vil ég taka það fram að ég er ekki að gera lítið úr þessu áhugamáli en mér er bara spurn:

HVAÐ ER ÞAÐ MEÐ ÞENNAN LEIK

Ég hef séð stráka á menntaskólaaldri verða svo háða þessum leik að þeir hætta að stunda öll önnur áhugamál en spila í staðinn CS u.þ.b. 10 tíma á dag, langt fram á morgun

Ég hef séð stráka skipta um menntaskóla til að geta verið meira í CS

Og ég hef séð stráka skipta um persónu eftir að hafa orðið háðir CS, annað orðafar og annar persónuleiki


Sjálfur hef ég prófað þennan leik nokkrum sinnum og ekki get ég sagt að mér fannst hann það skemmtilegur að ég vilji spila hann oftar.

Og er það þá skrýtið að ég spyrji, HVAÐ ER ÞAÐ MEÐ ÞENNAN LEIK?

geiri2