Elsku Binni minn!
Þú er lúnkinn við að koma þér í klandur einsog fyrri daginn og satt best að segja hef ég af þér nokkrar áhyggjur nú þegar ég er ekki lengur til að passa þig.
Sko, sjáðu til, nú ætla ég að útskýra nokkuð fyrir þér: Merking þrífst á andstæðu sinni. M.ö.o. þú ert strákur af því að þú ert ekki stelpa. (Eða er það ekki alveg öruggt?) Þetta þýðir að þegar þú ferð að halda einhverju fram svona nánast uppúr þurru einsog því að þú hafir <b>ekki</b> verið rekinn úr [GGRN] þá ósjálfrátt fara menn að velta fyrir sér: Bíddu, var hann kannski rekinn? Ef við tökum hliðstætt dæmi: Ef þú tækir nú upp á því að fara að hrópa á götum úti: Ég er strákur! Máttu fastlega búast við því að einhverjir fari einmitt að draga þá staðhæfingu í efa.
Þetta kann að virðast snúið í fyrstu en er það ekki þegar betur er að gáð. Og ef þú nærð ekki að botna þetta, þá efast ég um að þú sért vel í sveit settur í níhilistaklaninu Von - en níhilisminn er einmitt afar flókinn og gengur satt best að segja varla upp. T.d. má nefna að einn af helstu postulum á þeim bænum, Albert Camus, komast að því eftir miklar bollaleggingar að afskrifa sjálfsmorð á þeim forsendum að það væri tilgangslaust. (Nihilisminn gengur mikið til útá að lífshlaup hvers og eins sé tilgangslaust í eðli sínu.) Og til að flækja þetta nú enn þá fórst Camus í bílslysi fljótlega eftir að hann komst að þessari niðurstöðu. Hvað þetta á að kenna manni er mér hulin ráðgáta.
Þannig að, Binni minn, ekki vera að ræða of mikið við núverandi félaga þína - það er bara til þess fallið að rugla þig enn frekar í ríminu.
Bestu kveðjur,<br><br><a href="
http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste