Já ég verð að segja það að það er frekar sárt að þetta er eins og það er. Veit ég vel að það er erfitt að skipuleggja þetta og eiga skipuleggjendur Skjálfta vissulega hrós skilið fyrir frækilega frammistöðu á Skjálftamótum þeim er haldin hafa verið, hitt veit ég þó að margir eru bæði í DoD klani og CS klani og þykir þeim vissulega sorglegt að geta ekki keppt með báðum klönum sínum á Skjálfta.
Sjálfur tilheyri ég [gRiD] í DoD og er allt útlit fyrir það að íslandsmeistarar síðasta Skjálfta sjái sér ekki fært að senda lið sökum skörunar við CS. Án efa hlakkar í einhverjum en vona ég þó að einhvers staðar, annars staðar en í herbúðum [gRiD], þyki einhverjum það leitt.
DoD er vissulega enn að slíta barnsskónum og hjálpar þetta vissulega ekki við að byggja upp DoD menningu þá er hér hefir skotið rótum. Því sendi ég skipuleggjendum þá einlægu bón að reyna eftir fremsta megni að reyna að koma í veg fyrir það að DoD skarist á við CS-hluta Skjálfta, á komandi Skjálftamótum, til að sem flestir þeirra sem þátt vilja taka, geti spilað með. Eins langt og það nær…
<br><br><font face=“Verdana, Arial, Helvetica, sans-serif”><font size=“1”>Goodfella | <a href=“mailto: einnallsber@hotmail.com”><font color=“#DA2F36”>Sendu mér póst</a></font> | <a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=xits&syna=msg“><font color=”#DA2F36“>Sendu mér skilaboð</a></font> | <font color=”#DA2F36"><u>Eða ekki…</u