Teriyaki skötuselur með núðlum
Fyrir 4
Í þennan fiskrétt má í staðinn nota lúðu eða lax.
2 msk. sojasósa
2 msk. þurrt sérrí eða japanskt Mirin
1 msk. púðursykur
1 msk. hrísgrjónaedik
1 ½ tsk. rifin, fersk engiferrót
1 msk. sesamolía
600 g skötuselur (eða annar fiskur)
200 g kínverskar núðlur
1 lítll blaðlaukur, þunnt skorinn
salt og cayennepipar eftir smekk
1-2 msk. saxaðar jarðhnetur (salthnetur)
Blandið saman sojasósunni, sérríinu, púðursykrinum, edikinu, engiferrótinni og sesamolíunni. Skerið fiskinn í bita og hellið maríneringunni yfir. Hyljið ílátið með plasti og geymið fiskinn í kæli í klukkustund, snúið sneiðunum öðru hvoru á meðan.
Kveikið á grillinu í ofninum eða hitið teflonhúðaða steikarpönnu mjög vel og glóðarsteikið fiskinn þar til hann er léttsteiktur (3-4 mínútur), Sjóðið núðlurnar í léttsöltu vatni, látið renna vel af þeim og blandið blaðlauknum út í. Látið suðuna koma upp á maríneringunni, kryddið eftir smekk og sjóðið í 2 mínútur. Hellið maríneringunni yfir fiskinn og stráið söxuðum jarðhnetum yfir. Berið fram með núðlunum. <br><br><hr noshade size=“1” width=“150” align=“left”><img src="
http://www.simnet.is/bjornbr/signature.gif"