Ég og fleirri í []UN[] höfum verið að tala um þessar svindl varnir og hvað það virkilega vantar á alla Counter-Strike servera, (public, skrim og keppnis servera). Að mínu mati vantar svindl forrit sem bæði skannar svindl hjá einstaklingunum og getur limiterað hvað menn geta breytt í config skrám hjá sér, svona eins og gamli Punkbuster gerði. Hlguard er ekki að standa sig nógu vel, allavega finnst mér það ekki. Það sem Hlguard gerir er það að hann leitar af ogc skrám sem keyrist af stað þegar svindlara spila leikinn hjá sér á public serverum, eða svo vill ég halda. (Ef ég hef vitlaust fyrir mér endilega að leiðrétta.)

Mér langar að skora á alla CS admina og alla CS spilara að láta í sér heyra um þetta mál og endilega að ýta undir að valve og félagar komi með eitthvað svindl forrit sem virkar. Það er hægt að pósta grein hjá United Admins sem sjá um Hlguard http://www.unitedadmins.com . Ég veit að það eru margir sammála mér um þetta mál, sérstaklega adminar. Málið er þetta, það er tími komin að gera eitthvað í þessu, það vantar helst marga í það að láta sitt mál skína bæði hérlendis og erlendis, og einnig finnst mér að það vanti að fá einhverja 3 hlutlausa menn eða fleirri sem eru ekki adminar að sjá um ákvarðanir með refsingar á þeim sem eru að svindla. Ég er tilbúinn að gera minn hlut svo að þetta gæti orðið að veruleika.


[]UN[]F.U.B.A.R.
[]UN[]F.U.B.A.R.