Smá tillaga sem að allir ættu að pæla í…. sérstaklega þið adminar(sem eru örugglega þeir einu sem lesa ekki þennan póst…:P). Það koma upp öðru hvoru tilfelli af svindlásökunum og við hinir venjulegu spilarar getum aldrei verið alveg vissir hvort náunginn sem við spilum á móti sé í raunveruleikanum að svindla eður ei.
Núna er komin ný útgáfa af svindlvarnarforritinu Cheating Death(www.cheating-death.com) sem að á að koma í veg fyrir alla notkun á svindli. Þetta forrit finnur í rauninni ekki svindlarana heldur kemur í veg fyrir að þeir noti svindl. Það sem sagt gerir svindlið óvirkt….
Hver spilari fyrir sig þarf að hafa forritið á tölvunni sinni(svipað og punkbuster) og síðan þarf serverinn líka að vera með server-forrit. Hægt er að krefjast þess að spilarinn sé með C-D á tölvunni til þess að hann fái að spila á viðkomandi server…. ég legg til að a.m.k. allir íslenskir keppnisserverar(gRiD-serverinn, Náriðillinn og Tdod) og kannski líka Public-serverarnir krefjist þess að C-D sé í gangi þegar spilað er á þeim…… þá mundum við losna við þessa óárann sem svindlið er og allt bögg tengt því……. :D<br><br>Pinko Elephanto
[Necro]Bleiki Fillinn