ÞAÐ ER EKKI VÍST AÐ ÞETTA VIRKI! ÞETTA GETUR GERT EITTHVAÐ VIÐ TÖLVUNA YKKAR, EKKI GERA ÞETTA EF AÐ ÞIÐ VILJIÐ EKKI TAKA ÁBYRGÐ Á TÖLVUNNI YKKAR!
Til að auka FPS mæli ég með eftirfarandi hlutum:
Náðu í nýjasta driverinn fyrir skjákortið. Þetta er gríðarlega mikilvægt! Auk þess að auka FPS í CS og öðrum leikjum bætir þetta líka galla í gömlum driverum og gerir stýrikerfið stöðugra.
NVIDIA GeFORCE/TNT SKJÁKORT:
NVIDIA Detonator Driverar: http://www.nvidia.com/view.asp?PAGE=drivers
Ef að þið ætlið að installa nýjum driver þá er ágætt að uninstalla þann gamla áður. VARÚÐ: EKKI FYRIR ÞÁ SEM AÐ ERU NÝJIR Í ÞESSU. Til þess að gera það þá skuluð þið fara í Control Panel og Add/Remove Programs og velja NVIDIA Windows 2000/Xp Display Drivers eða NVIDIA Windows 98/ME Display Drivers, eftir því með hvaða stýrikerfi þið eruð með og fara í Add/Remove. Þegar þið eruð búin að þessu skuluð þið sem að eruð með Windows 98 eða ME og viljið gera þetta enn betur náið í Detonator Destroyer: http://guru3d.com/detonator-destroyer/ og uninstallið restinni. Svo skuluð þið setja nýja driverinn inn. Þetta eyðir drivernum (augljóslega) svo að þið þurfið að stilla allt aftur upp á nýtt í sambandi við skjákortið ef að þið gerið þetta, það er tweak, refresh rate og þannig.
Svo skuluð þið ná í GeForce Tweak Utility: http://www.guru3d.com/files/gtu/ Þetta forrit leyfir ykkur að taka fulla stjórn á skjákortinu ykkar. Ég breytti þessu og allt vað miklu hraðara. Þetta virkar auðvitað bara fyrir NVIDIA kort.
Farið í “Direct3D” flipann. Hakið við allt undir W-Buffer hlutanum. Afhakið “Enable VSync” í Vertical Sync hlutanum og setjið “Maximum number of framebuffers” á 3.
Farið í “OpenGL” flipann. Hakið við “Fast linear-mipmap-linear filtering”, afhakið “Enable anisotropic filtering”, Hakið síðan við “Force Multitexture”, afhakið “OpenGL FSAA quality” og “Enable VSync” og setjið “Maximum number of framebuffers” á 3. Hakið við “Buffer region extension”, “Dual planes use video memory” og “Enable triple buffering”. Ef að eitthvað gerist sem að ykkur líst ekki á farið þá í “GTU Settings” flipann og smellið á “Pre-GTU system state”. Þetta eyðir öllum breytingum sem voru gerðar með GeForce Tweak Utility.
ATi RADEON/RAGE SKJÁKORT:
Driverar fyrir ATI Radeon og Rage skjákort: http://www.ati.com/support/driver.html
Þið getið fengið svipað tól og GeForce Tweak Utility fyrir ATI Radeon kort hér: http://www.rage3d.com/radeon/r3dtweak/ Ég hef ekki Radeon kort þannig að ég kann ekkert á hann.
3dfx Voodoo: 3dfx er farið á hausinn svo að þið ættuð að uppfæra, allir sem að eru ennþá með Voodoo kort. En það eru til driverar fyrir þessi kort ennþá. Ef að þið viljið fá drivera sem að 3dfx fyrirtækið gerði þá er síða hér: http://www.voodoofiles.com/type.asp?cat_id=0
Ef að þið viljið BETA drivera sem að fólk sem að vinnur ekki fyrir 3dfx gerði í frítíma sínum eru þeir líka til en það eru meðal annars til Windows XP Voodoo driverar þarna, en það voru aldrei gefnir út official Voodoo Windows Xp driverar.
http://www.voodoofiles.com/type.asp?cat_id=1
Það er til svona tweak tól fyrir Voodoo sem að heitir VControl. Hér er það: http://www.voodoofiles.com/2271 Ég kann heldur ekkert á það.
Njótið vel! Og ég er búinn að vara ykkur við, þetta getur misheppnast. Ef að það gerist þá er það á ykkar ábyrgð.<br><br>[Necro[J]Shelob - “Alltaf fyrstur með fréttirnar” -RazhowR
“Great horns she had, and behind her short stalk-like neck was her huge swollen body, a vast bloated bag, swaying and swagging between her legs, its great bulk was black, blotched with livid marks, but the belly underneath was pale and luminous and gave forth a stench. Her legs were bent, with knobbed joints high above her back, and hair that stuck out like steel spines, and at each leg’s end there was a claw.”
Tekið úr meistaraverki JRR Tolkiens, The Lord of the Rings: The Two Towers. Hér er ófreskjunni Shelob lýst.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane