Hérna er texti sem ég postaði fyrir stuttu, þar tilheyrði mjög svipað vandamál, og þessi lausn er sú nákvæmlega sama. : )
Ég þekki þetta vandamál mjög vel. Ég keyri á PII 450mhz með 384mb innra minni og er með W2k stýrikerfi. Sama hvað ég gerði og reyndi, talvan fraus alltaf í CS, HL, og fleiri leikjum.
Síðan vildi svo afar skemmtilega til um daginn að mér varð litið á nýjan kassa frá AOpen
http://www.aopen.com/products/housing/h600a.htm –> H600 FSP30060-BT Straumbreytir/Vifta. Afar nettur kassi, góð hönnun og áreiðanleikur straumur. Ég man þegar ég var með gamla server kassann, með öll kortin, geisladrifin og harðadiskana að straumbreytirinn/viftan einfaldlega réð ekki við allt þetta.
En í dag, 4 dögum eftir að fá þennan kassa, mér til mikillar undruna hefur EKKERT Memory dump í W2k komið, tölvan aldrei frosið, né enduræst sig.
Ég held að vandamál þitt sé í þessum kassa, ef þú ert með mörg kort, drif, og Harðadiska, og t.d einhvern kassa með No-Name Straumbreyti/viftu, þá er straumurinn ekki nógu stabíll fyrir minnið. Tjékkaðu á að fá lánaða góða viftu eða bara einhverja um/yfir 300W frá einhhverju merki, það ætti að segja allt að mínu mati.
Helgi
<br><br>Overclock your breakfast and get +5 HP