Jæja svo ég var orðinn leiður á að hafa lítið fps í cs! Svo ég fékk mér Geforce2 64mb.

Svona er þá tölvan núna:

AbitSE6 móðurborð,
PIII 700mhz, á 100mhz bus
192mb í memory á 100mhz bus
Geforce kortið
4.3gb harður diskur =) Er að fara upgreida.

Svo fer ég í counter-strike og ég er að detta stundum niður í 40fps og lægra!! Þegar svona 16manns eru á serverinum.

Ég er búin að taka Vsync af, ég er búin að installa öllum driverum fyrir kortið [5.22, 5.32, 626, 6.31, og er núna að nota 168 sem kemur best út]

Ekki nóg með það, alltaf þegar ég kveiki á tölvunni þá kemur Updating…ESCD ?? Sem á ekki að koma nema ég sé búin að instala einhverju :] Ég er með windows ME. Ég er líka búin að stilla alltaf fps_max 85!

Þannig það eina sem mér dettur í hug er að sækja móðurborðs-drivera, orko benti mér á einhverja en ég var með þá, þannig það sem er eftir er þá harði diskurinn! ??

Getur einhver plz hjálpað mér!

AgriColaJon,
.is