Það eru of margir mögulegir flöskuhálsar frá Íslandi að þessu benchmarki, svo niðurstaðan er að mæla þá, en ekki þína bandvídd (ef hún er meiri en 2-300 kbps þ.e.). Íslandssími var með eitthvað svona test, en ég finn það ekki í svipinn.
Athugið að íslensk útlandasambönd eru _ekki_ flöskuháls í erlendu niðurhali - þau eru öll í hóflegri nýtingu, en ekkert er hægt að gera í flöskuhálsum sem kunnast að finnast handan þeirra, á leiðinni að netum sem verið er að sækja frá. Þetta þýðir, að frá góðum, vel tengdum netþjóni, sem liggur vel við íslenskum samböndum, er vel mögulegt að fá nokkur MB (já megaBÆT) á sek að utan. Hey, ég er alltaf að sjá það! :P