Sælir Hugarar!
Hér er smá hugleiðing um könnunina sem nú er uppi. Alltaf gaman að velta fyrir sér könnunum enda hefur kommúnistaleiðtoginn Davíð Oddsson sett þær í alveg nýtt samhengi með sinni könnun þegar hann spurði um afstöðu Íslendinga til Evrópusambandsaðildar: “Ef við þyrftum að borga aleiguna við að fara í EB, myndir þú þá vilja sækja um aðild?”
Þessi könnun sem nú er uppi, þar sem spurt er um hvaða lið kom mest á óvart á síðasta Skjálfta er að mínu mati nokkuð sérkennileg og ég hef ekki hugmynd um eftir hverju er verið að fiska. Er verið að tala um hver stóð sig best? Er þetta vinsældakönnun milli klana? Er verið að tala um hver stóð sig best miðað við væntingar? Eða er verið að spyrja um hvaða klan stóð sig verst miðað við væntingar og þannig komið á óvart?
Mér þætti gaman að heyra hvaða skilning menn almennt leggja í þessa spurningu því sjálfur hef ég ekki grænan grun.
Bestu kveðjur,<br><br><a href="http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste