Herra Knifah!
Já, þetta er rétt athugasemd hjá þér. Það var að sjálfsögðu tilhæfulaust að vera að yfirfæra þessa heimsku Shayan á allt SiC-klanið og biðst ég velvirðingar á því. Ég stökk uppá Nef mér og hefði betur talið uppá 10. Ég blandaði óvart saman þessum rakalausa þvættingi hans og þeirri skoðun minni að mér finnst bjánalegt þegar íslenskt klan er með heimasíðu á ensku og útkoman varð sem sagt þessi.
Nú, varðandi spurningu þína um meint andleysi þá tengist það þessum áðurnefnda enska texta á íslenskri klansíðu. Ég veit að mörg klön á Íslandi hafa þennan háttinn á. Sjálfsagt er rökstuðningurinn eitthvað á þá leið að klönin taki þátt í erlendum deildum og því sé þetta svona. Það þykir mér vera að ganga úr rúmi fyrir gesti af gömlum sið því ég hugsa að svona 1% þeirra sem heimsækja þessar síður okkar séu útlendingar. Minnsta málið er þá að gera “english section” sem þjónar upplýsingahlutverki fyrir þá útlendinga sem villast inná þessar síður og tengjast þessum erlendu deildum. Þetta hefur sem sagt alltaf farið í taugarnar á mér - hefur sem sagt þótt þetta andlaus, uppskrúfaður einfeldningsháttur og dæmi um óþolandi rassasleikjuhátt Íslendinga gagnvart öllu því sem útlent er. Það virðast sem sagt margir þeirrar skoðunnar að ýmislegt hljómi betur á ensku. Oftar en ekki er það til að beiða yfir andleysi og er leiðinlega áberandi í cs-heiminum okkar en því miður gegnsýrir þetta þjóðfélagið allt.
En, einsog áður sagði, þá vil ég biðja SiC-klanið sem slíkt afsökunnar og einkum þig Knifah sem vel mátt vita að ég og margir fleiri kunnum vel að meta það sem þú hefur haft fram að færa hér á Huga, sbr. “Guide to owning” og fleiri snilldarritsmíðar. Mættu fleiri taka sér þig til fyrirmyndar í þeim efnum.
Með kveðju,
<br><br><a href="
http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste