Ég var að lesa skólablaðið Muninn í gær og var þar áhugaverð grein sem meðal annars fjallaði um skort á íþróttakeppnum milli framhaldsskóla líkt og í USA. En eins og allir vita þá er gríðarlega vinslæl keppni þar á milli ruðningsliða. Höfundurinn kom með nokkrar uppásktungur um íþróttir sem hæg væri að keppa í en mér datt náttúrulega strax CS í hug.
Pælið aðeins í þessu. Ef hver framhaldsskóli væri með sitt lið og síðan væri keppnisdeild um veturinn, ekki ólíkt ISCN og þess háttar. Ekki myndi skipta máli þótt nemendur væru í klönum og ekki mætti spila fyrir skóla án þess að vera í honum (segir sig sjálft). Liðin gætu síðan bara mætt með tölvurnar síðan niður í skóla og spilað væri online nema að áhuga væri fyrir því að þetta færi fram á lani. Síðan gæti verið úrslitakeppni sem myndi fara fram á lani. Liðin gætu haft þjálfara og klappstýrur (as if :) ).
Ég veit að það er gríðarlegur fjöldi CS manna í framhaldskóla og fleiri vildu vera með en gætu. Þarna gætu líka klanlausir menn sannað sig og komist í gott klan. Kosnaður yrði í algjöru lámarki því ekki þyrfti að fara út í dýrar ferðir við skóla út á landi.
Hvað finnst ykkur? Þó ég sé að útskrifast í júní þá er ég mjög spenntur yfir þessari hugmynd og vildi gjarnan sjá hana í verki. Þó ég verð ekki lengur í skólanum þá myndi vera gaman að stiðja sinn skóla.
Kjerúlf