Halló Gott fólk:)
Mál er þannig með vexti að ég var að uppfæra vélina mína og er nú með 512 í innra minni,stærri harðan disk og betra móðurborð.
Er með 1600 örgjörva og er með windows 2000.Skjákortið sem ég keypti af vini mínum(lítið notað) er:nvidia riva tnt2 ultra(32 meg)
Ég get spilað leiki eins og Fallout tactics,Real war,Homeworld cataclysm í fínum gæðum.En þegar kemur að quake 3 og Half life þá get ég ekki spilað þá leiki í góðri upplausn.Ég þarf að hafa video modes á cs í software og er það ekki beint í skemmtilegum gæðum.ekki smooth eins og það gæti verið.þegar ég skipti yfir í open gl driver í cs eða direct 3d þá frýs vélin hjá mér,það stoppar allt.Ég er með nýjustu drivera frá nvidia.com en samt frýs allt.Getur einhver hjálpað?? Takk fyrirfram.Stjáni