Góðan daginn þyrstu lanarar :)

Niðrí miðbæ er búið að stofan alveg nýjan lan stað sem er miklu flottari en hinir. Ég fór og skoðaði þetta og vá hann er svo miklu flottari en allir hinir, loksins er kominn nýr staður þar sem það eru ekki alltaf bara einhverjir krakkar. Staðurinn er meira segja með 2 sali. Á 2 hæðum. Á annari hæðinni er reyksalur þar sem mar má reykja fyrir framan tölvuna. Ég sjálfur stunda aldrei þessa staði eins og klanið eða gamedome því það eru alltaf bara einhverjir smá krakkar þar inni og ekkert sérstaklega góð stemmning eða neitt. En ég held núna að ég sé búinn að finna staðinn minn:)
Svona rétt til þess að segja þeim sem spila DOD eða Day of Defeat þá er þetta ykkar staður ég get alveg bókað það!!!!!!!! Aðra hverja helgi eru haldnar Day of Defear helgar þar sem maður spilar alla nóttina annan hvorn daginn eða bara báða dagana. Og ekki bara það þá er því skipt niður þannig að Axis eru uppi á meðan Allies eru niðri og þvílík stemmning við það. Þeir eru búnir að halda þannig 3 prufaukvöld og það var fullt alla dagana þá voru kvöldin 10-1 og það er örugglega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Þú veist bæ talvan heima, nema til þess að æfa mig fyrir kvöldin :)
svo er það ekkert so dýrt að koma svona heila nótt ekki nema 1500 kall per haus. Það verður solleis helgi núna um helgina og ég fer þangað. Bókað mál. Helgin sem er núna. í kvöld þá verður spilað og á morgun líka nema vegna þess að prinsinn er að keppa á morgun þá fáum við að sjá hann líka. taka smá hlé í klukkutíma (ef prinsinn verður þá það lengi að knokka hinn gaurinn niður) og svo bara game on aftur.
Ég mæli með að allir DOD menn kíki þangað um DOD helgar. Reynið að fá ykkur tíma sem fyrst.
Ground Zero er við Ingólfstorg hliðiná texas sjoppunni.
takk fyrir mig og vonandi sjáumst við á DOD kvöldum niðrí Ground Zero