Já, ég held að það sé alveg fullkomlega leyfilegt og meira að segja æskilegt að breyta rcon passa á meðan skrimmi stendur. Þegar bæði lið spila heiðarlega þarf bara 1 rcon og kemur það í veg fyrir ýmis óþægindi, svo sem breytingar á mp_forcechasecam eða mp_c4timer og eða ofnotkun á sv_restartround. Allir geta séð hvort einhverju hefur verið breytt með því að skrifa commandina í console.
En stærsti kosturinn við að breyta rconi er sá að á þann veg losnar maður við óþægindi af völdum leiðinlegra lífleysingja sem finnst sitt helsta takmark í tilverunni vera að eyðileggja skrimm fyrir öðrum.
Einnig gætu liðin komið sér saman um nýjan rcon passa og þá gætu allir inni í leiknum notað kosti þess að vera með rcon, en samt séð til þess að svona leiðindamenn geti ekki skemmt leikinn.
Og með að breyta passanum aftur, þá hef ég sjálfur reynt þetta og passinn breytist sjálfkrafa í lok hvers borðs.
-|DeWalt|-Moonchild