Um daginn fékk ég mér 512kb Breiðbandstengingu hjá símanum. Þegar ég er á dod server (skjalfti12.simnet.is) með 20 leikmönnum inná og fer í console og skrifa net_graph 3 þá sé ég að ég er með 0 í loss og 0 í choke. Þar stendur einnig að pingið sé vanalega í 20-40 og fps í 40, þó að það standi að pingið sé 60-80 í stigatöflunni. Svona var þetta þegar ég var með þessar stillingar:

cl_rate 9999
cl_updaterate_25
cl_cmdrate_40

Síðan prófaði ég að hækka cl_cmdrate í 60(er það ekki annars hámarkið ?) og þá snarlækkaði pingið í 0-5 í horninu en það breyttist ekkert í stigatöflunni, síðan prófaði ég að hækka cl_updaterate í 60 og þá breyttist ekkert, og að lokum hækkaði ég cl_rate í 15000 en ekkert gerðist.

Allan tímann hefur chokið alltaf verið í núlli nema enstaka sinnu fer það í 1, og þegar maður er dauður(waiting for reinforcements) þá fer choke upp í 20 en ekki þegar maður spilar.

Er einhver sem veit af hverju pingið í stigatöflunni er alltaf miklu hærra enþað er í raun(í net_graph 3) og hvaða stillingar eru bestar fyrir svona internettengingu ?

Btw, þetta er líka svona í CS, ég er með HL 1.0.0.9, Dod 2.1 og CS 1.4 (Mod version)
___________