Inngangur:
Jæja. Þetta vel þekkta orð “enn-þá” hefur oft verið í umræðunni vegna ágreinings hvort það skuli ritað “ennþá” eða “enn þá”.
Meginmál:
Þar sem ég hef ekki talist mikill tungumálasnillingur (ef þið horfið á djúpu laugina gætuð þið misskilið þetta en ég er rétt að vona að ég sé hér að rita til einhverra annarra en ljóshærðra pabbastráka og malbikspíkna) þá hef ég hér til hliðsjónar bókina Réttritun eftir Ragnheiði Briem, en það vill nú svo skemmtilega til að þetta er einmitt kennslubókin í þeim skóla er ég nem við.
Jæja allavega, í þessari fyrrgreindu bók í kafla 6, nánar á bls. 87 stendur skírum bókstöfum: “Hvert einstakt smáorð er ritað sem sérstakt orð.” Eftir minni bestu vitund þá teljast bæði “Enn” og “þá” sem smáorð, þannig að þetta hlítur að vera skrifað í tveimur orðum.
En hinkrið nú aðeins við. Það hefur nefnilega oft komið til tals milli kennara og nemanda með þetta margumrædda orð, og þá viðurkenndu kennarar að þetta væri eitt hinum mörgu, en jafnframt torlærðu undantekningum. Þannig að það má líka skrifa það “ennþá”.
Niðurstöður:
Það má bæði skrifa þetta margumtalaða orð:
“Ennþá”
eða
“Enn þá”
Lokaorð:
Ég vill þakka nokkrum aðilum fyrir veittan stuðning gegnum árin í baráttunni við íslenskuna, en hún hefur oft þvælst mikið fyrir mér, sérstaklega þar sem hún mun eigi vera mín ylhlýja móðurtunga;
Jóhannes Þorleiksson (trompethetja með meiru)
Ragnheiður Briem
Rúrik Jónsson (aka da leet gangztah in da house)
Megas (án hans væri íslenskan tómlegt tungumál)
p.s. Ábendingar um stafsetningarvillur eru ekki vel þegnar…
p.p.s. Þetta með djúpu laugina og ljóshærða…… á ekki við um dArkpAcT. <br><br>——
Kv. Steini
[.LSD.]Gandalf
<i>Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool.</i>
//Lester Bangs - Almost Famous