Amy, … elsku kallinn minn. Ég er til í að prófa hvað sem er … ég spila allt ef það er í lagi … BARA EKKI EF ÞAÐ ER MEÐ HEIMSKUM “LATENCY COMPENSATION” FÍDUS! Þetta helvíti er rót allra hörmunga í nýja TFC. Sko, þeir drógu úr concinu … OK, ekkert mál það má læra að conca upp á nýtt, breytingar á lag-dot, HWG, Soldier, menu … allt þetta EKKERT ANDSKOTANS MÁL …. en net-kóðinn … %$%$#%$##“%$#%$#”%$%$W …. þvílíkt bull (svo að maður noti nú orð biskupa). Client og Server eru aldrei í takt núorðið! Afleiðingin er sú að maður primar t.d. handsprengju, hlustar á timerinn tikka niður og stendur síðan gapandi og horfir á leyfarnar af handleggnum því helvítins sprengjan sprakk löngu áður en timerinn kláraðist.<br><br>Hvernig er hægt að conca þegar draslið er svona? Hvernig er hægt að spila þetta dót þegar maður heldur áfram að fá í sig kúlur og drasl þótt maður sé löngu horfinn fyrir horn?<br><br>Lastu viðtalið við Valvegaurinn, þennan aula … Mr. Bernier? Tókstu eftir þessari frábæru setningu sem hraut út úr mannfýlunni í tengslum við spurningu um “Latency Compensation”?:<br>“…yes, having a faster pipe does lower latency somewhat, but the speed of light is still the real limitation…” <br><br>Þar var hann að reyna að útskýra afhverju Valve ákvað að setja alla undir sama hatt með þessu &/&%$$#%$#%$# “Latency Compensation” dæmi.<br><br>Mann setur hljóðan við slíka speki, einkum og sér í lagi fer maður að hugsa um hverskonar fábjáni það var sem tók viðtalið.<br><br>Er hér nokkur sem mótmælir því að hraðari tenging bæti biðtíma, ekki bara nokkuð, heldur alveg hreint heilmikið? (ég legg til að þessi Mr. Bernier snúi sér aftur að lögfræði eða hvað það nú var sem hann starfaði við áður).<br><br>Og hvað er hann að rugla með ljóshraðann? Hvað er hann að blanda Einstein í þetta? Dettur Valvemönnum í hug að forritið þeirra sé svo ofboðslegt að í raun komi það aldrei að fullum notum því ljóshraðinn muni takmarka notkun þess og því hafi verið nauðsynlegt að fara út í “Latency compensation”???? LMAO<br><br>Mér datt þetta svona í hug Amy minn…