Á flakki mínu um netið slysaðist ég einu sinni sem oftar inn á heimasíðu GGRN-manna, www.ggrn.org
Þarna fór ég að skoða hinar ýmsu kannanir sem settar höfðu verið upp á spjallborðinu. Flestar þeirra voru eftir Fidel og þótti mér mjög gaman að þessum könnunum þó að þær væru sumar hálf-úreltar (sbr. klön sem hafa hætt og fleira í þeim dúr).
Í fyrsta lagi var efni kannananna mun skemmtilegra en gengur og gerist hérna á huga og þær voru um margt mun vandaðaðri. En stærsti kostur þeirra var þó möguleikinn á að rökstyðja atkvæði sitt.

Spurning mín er sú: væri ekki hægt að koma svona góðum könnunum hérna inn á huga og heyra skoðanir frá fleiri spilurum og er einhver möguleiki á því að breyta kerfinu þannig að menn geti gert grein fyrir sínu atkvæði.

Takk fyrir.
[.DeWalt.]Moonchild
Pálmar