Takk fyrir hlý orð Rooster,
Það getur verið að minnið sé að svíkja mig, þó ég haldi það nú ekki, en fyrir nokkrum mánuðum þá sá ég aldrei neina grein sem var svo illa skrifuð og tilgangslaus að ég nennti ekki að lesa hana.
En upp á síðkastið hefur þessum greinum fjölgað allverulega, fullar af stafsetningar villum, samhengislausar og áhugamálinu til skammar að mínu mati.
Nú gætu einhverjir hugsað “æji er hann ráðast á lesblinda fólkið sem út af lesblindu sinni getur ekki stafsett þetta betur”, ég hef nú ekkert á móti lesblindu fólki, en þeir sem eru með lesblindu ættu að fá einhvern til að lesa greinina yfir fyrir sig og leiðrétta villurnar, þetta er nú forsíðan sem þetta fer á en ekki korkinn (þ.e. smá gæðamunur þarna á).
Ekki finnst mér það sniðug röksemdarfærsla hjá þér að kenna fjölda greina sem sendar eru inn, um þessar hræðilegu greinar sem eru samþykktar, var t.d. nauðsynlegt að samþykkja 3 greinar í dag/gær, út af fjöldanum sem kom (2 að undanskilinni þinni grein)?
Þetta hvetur nú ekki beinlínis menn til að vanda skrif sín við greinar, þegar svona vitleysis greinar sleppa í gegn.
Að mínu mati finnst mér það ekkert betra að fleirri greinar birtist í hverjum mánuði, ef standardinn á greinunum á eftir að halda svona áfram.
Finndist mér að menn mættu vera aðeins meira duglegir við að senda greinar á korkana fyrst svona gífurlegur fjöldi “rusl” greina kemur til ykkar, að þið neyðist hreinlega til að hleypa svona bjána greinum í gegn. Enn hverju ræð ég svosem, eina sem ég get gert er að láta “rödd” mína óma hér á korkinum í von um betri tíð :).
Með tillögu þína um að ég ætti að fara að láta ljós mitt skína í greinum, þá hef ég nú haft það mottó að “Ef þú hefur ekkert merkilegt að segja, slepptu því þá”, og hef ég ekki haft neitt það merkilegt að segja að það falli undir mína skilgreiningu sem grein.
Kveðja
Senior | Weird Al