Fróðleikur um Lights.rad
Til eru tvær tegundir að ljósum í Half-life.
Entity ljós og texture ljós. Ég ætla að tala um texture ljós.
Texture ljós er einföld og flott leið til að búa til byrtu, plús þau gera borðið léttar heldur en að nota Entity.
Gallinn við texture ljós er hinsvegar sá að ekki er hægt að eiga við þau, þ.e.a.s. ekki hægt að slökkva, láta blikka eða eitthvað í þá áttina. Þannig að ef þið ætlið að setja ljós sem á ekkert að breytast þá er Texture ljós málið.
Hvernig???
Inní lights.rad eru þau Texture sem gefa frá sér ljós, þið getið sett hvaða texture sem er þarna inn og gefið því RGB og brightness. Sem dæmi.
+0~FIFTIES_LGT2 160 170 220 5000
Fyrst er nafnið á Texture-inu (þetta er er flúor-lampa Texture-ið með tveimur perum) síðan kemur RRR GGG BBB þetta er liturinn sem það gefur frá sér síðasta talan er brightness.
Þegar þið notið þetta Texture í borði þá gefur það frá sér svona ekta flúor-lampa ljós eins og maður sér út um allt í Half-Life.
ATH ATH ATH ATH
Ég held að Lights.rad komi orginal bara með einu Texture-i og því gefa hinn ekkert ljós frá sér, er það rétt ?
og munið að hafa þessa skrá á sama stað og .rad .vis eru þegar þið compile-ið annars kemur þetta ekki inní borðið.
Enjoy
[.Hate.]Nazgûl