ég ætla að gera tilraun til þess að koma með smá vitræna umræðu hérna á Huga/hl.
Þannig er mál, að ég er frekar mikið á public serverum en skrimma ekki mikið. En ég hef tekið eftir því að það er að verða æ algengara að meira advanced cs gaurar komi og hópa sér saman í annað liðið (betra liðið) og hreinlega skemma leikinn fyrir öllum öðrum.
Ég er nú tiltölulega góður, en ég ræð ekki einn við kannski her af góðum cs spilurum með nokkra nOOba mér við hlið. Ég er ekki svo góður. :o)
Btw. ég reyni ætíð að aðstoða það lið sem hallar á í styrkleika, og finnst mér að það ætti að vera reglan en ekki undantekning.
En svona athæfi gera líka annað, og það er að skemma áhuga nýrra cs spilara á leiknum. Það er ekki mjög skemmtilegt að vera kannski nOOb og þurfa að spila með nokkrum af álíka styrkleika gegn lengra komnum spilurum. Ég tala nú ekki um þegar þeir fá ekki einu sinni að skjóta nokkrum skotum úr byssum sínum vegna þess að þeir voru skotnir í hausinn.
En ef að cs samfélagið vill hafa þetta svona og í raun hindra þróun samfélagsins á hærra plan, þá það um það.
Við sem höfum reynslu og þekkingu ber ákveðin skylda til þess að hjálpa þeim sem styttra eru komnir, bæði með því að kynna þeim hvaða samskiptareglur gilda o.s.frv. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að bæta hið íslenska cs samfélag.
Kveðja,
Falcon1
——————————