Ég gat ekki spilað T-DoD Matchið, en ég horfði á fyrri hálfleikinn yfir axlirnar á ph00l, Zombie og Happy.
Við gRiD-arar eigum rætur okkar að rekja til TFC og höfum spilað það frá því það kom fyrst fram á sjónarsviðið. Þar áður voru sumir okkar búnir að spila HL-DM í talsverðan tíma. Að vera alinn upp í TFC er líklega eins og að vera alinn upp á ströngu heimili, maður kemst ekki upp með neinn skæting. Í fyrstu deildinni sem við skráðum okkur í (OGL) voru viðurlögin við neikvæðum commentum í message mode 1 í garð mótherjanna ekki minni en brottrekstur og bann úr deildinni. Þessar reglur, og svo gagnkvæm virðing milli TFC clana, hafa líklega mótað spilavenjur okkar gömlu refanna og við höfum svo smitað þessu áfram í þá sem við höfum tekið inn í bræðralagið.
Það er ein ströng hefð innan gRiD sem nýjir meðlimir okkar skynja um leið og við tökum þá undir okkar væng, við tölum ekki illa um önnur lið og sorp kjaftur í matchi er ekki liðinn, sama hver á í hlut. Það hafa komið upp einstaka tilfelli þar sem menn hafa misst útúr sér eitthvað neikvætt í garð mótherjanna meðan á matchi stendur en ég get talið þau skipti á fingrum annarrar handar og í þau skipti hafa viðkomandi fengið orð í eyra frá okkur hinum.
En við skulum átta okkur á því strax að það er munur á dónaskap og festu. Við erum ekki þannig gerðir að við leyfum fólki að komast upp með hvað sem er, og því síður þegar á hólminn er komið. Það sést strax hvort serverar eru góðir eða slæmir, ef ástæða þykir til og rökin eru næg höfum við ekkert á móti því að reyna að skipta um servera eða jafnvel fresta matchi, en kvart og kvein þegar langt er liðið á matchið og ég tala nú ekki um ef að andstæðingarnir eru komnir vel undir er ekki vinsælt og ekkert lítið grunsamlegt og má vel búst við að það þurfi ansi sterk rök til að hreyfa við okkur undir slíkum aðstæðum.
Þetta er nú að verða ansi langt svar, en mér finnst þessi tala eiga vel við. Hvað Jugend menn varðar þá tók ég þessum commentum þeirra alls ekki vel og þótti þau í besta falli varpa dökkum skugga yfir spil þeirra sem var alls ekki slæmt að öðru leiti.
En þeir menn sem þora að biðjast opinberlega afsökunnar á hátterni sínu og sinna félaga eiga ekkert minna skilið en algjöra sakaruppgjöf. Með þessu sýna þeir að þeim hefur kannski orðið heitt í hamsi og látið orð falla sem þeir sjá eftir og er það vel.
Í lokin hef ég aðeins eitt að segja, VGG Jugend, þið eruð öðrum DoD clönum til fyrirmyndar!
Kv,
Morph