Það er alveg ótrúlegt hvað menn nenna að biddza og rífast í þessum cs heimi, tökum sem dæmi þetta helvítis rugl með zlave.
zlave hefur sinnt sínu starfi ótrúlega vel fyrir cs heiminn og það er ekker point í því að vera að ráðast á hann.
síðan eru menn að kvarta yfir nýjum klönum og klönum sem hætta… ég spyr, afhverju í fjandanum????
Ég get ekki séð hvað það breytir hinn almenna cs-spilara máli þótt nokkrir vinir taki sig til, stofni klan, tilkynni það á huga og hætti síðan nokkrum dögum seinna.
þetta sýnir bara að það er virk menningin hérna, og öðru hvoru spretta alltaf upp klön sem geta lifað af og náð að stækka.
Og svo eru menn að kvarta yfir leiðinlegum korkum á huga… það neyðir ykkur enginn til að lesa hvern einasta post sem kemur inn. til dæmis sá ég um daginn p´st sem hét eitthvað: nýtt clan : Cyber eða eitthvað þannif, ég einfaldlega sleppti því að lesa hann, mér var alveg sama þótt að það væri komið nýtt klan!
ég vona að einhverjir komist í gott skap, hætti að biddza og spili bara cs í léttu glensi :)
kv. [.DeWalt.]Lady-Moonchild
Pálmar