Fór að pæla aðeins í þessu varðandi hvað allt er e-ð dautt í þessu samfélagi og skil það eigilega ekki.
Núna var mjög dautt í sumar svona eins og gengur og gerist, menn eru að vinna kannski einhverstaðar sem þeir hafa ekki séns á að spila og meira um að vera um helgarnar og svona.
En núna þegar skólinn er byrjaður og svona en samt virðist lítið vera að gerast og ég skil eigilega ekki hvert allur þessi fjöldi af spilurum hvarf ?
Smá tölur:
GEGT1337 Online mótið sem var fyrir Gamer - 20 lið skráð og ég man t.d að það var líka e-ð deildarmót í gangi hjá IVAN og alveg einhverjar 6 eða 7 deildir með einhverjum 4 til 5 liðum.
Gamer mótið í janúar var með 24 lið og var algjört snilldar mót, gekk mjög vel fyrir sig og ég man ekki eftir neinu sem gerðist þar sem var ekki top-notch, demos komu strax, það var stats og etc.
Svo eftir það mót þá virtist þetta einhvern veginn alveg deyja, en af hverju? Það leit alveg út fyrir jafn mikið framboð af lönum því Gamer hélt því fram að þeir myndu halda áfram, svo gjörsamlega hurfu þeir - mjög spes mál allt saman.
Pælingin er samt bara mest eru einhver lið eða spilarar sem búast við því að spila í vetur, ég ætla meira segja að taka smá upptalningu og þá geta menn einfaldlega svarað.
Er ég og þessir 15 aðrir spilarar þeir einu sem finnst þetta ennþá alveg nokkuð gaman ?
Liðin sem ég sakna mest og man að voru active og skemmtileg og er að pæla í er t.d
ShonDi(Eru skráðir í Jollamót og voru á HR en eru algjörlega horfnir af pcw seinustu 2 vikur)
Hitech
Konvicted
dbsc
sharpWires
e-ð random Jollaclan
CLA/Veni bara Akranes basicly
a7x
og svo stórliðin eins og celph, seven, rws og jafnvel dlic þó það sé nánast bara sama og dbsc
ofl.
Hvað segja menn úr þessum liðum er e-ð planið að spila í vetur eða drepst þetta endanlega núna ?
Bætt við 12. september 2011 - 13:29
p.s Það gimp sem segir “Fólk fékk sér bara líf” er hálfviti - það er engan veginn samasem merki á milli þess að vilja spila CS og þá sérstaklega mót og LÖN og slíkt og að eiga sér líf.
Ég er í skóla, með 2 vinnur og á mér nóg félagslíf en á samt fullt af dauðum tíma sem einmitt væri snilld að geta spilað á en það vantar bara liðin á móti.
Held að CS spilarar eigi sér almennt meira líf en t.d WoW spilara og jafnvel Starcraft og Dota/LoL/HoN spilarar - allavegana þeir sem spila þá leiki finnst mér vera meira húkkt og sleppa úr t.d skóla og slíkt fyrir þá.