TF2 er mjög vinnslumikill leikur og því er æskilegt að breyta stillingunum sínum þannig að maður nái að gera eitthvað ef maður er ekki með þrusu tölvu. Svo er annað vandamál sem margir hafa og það er ósamræmi milli serversins og tölvunnar og því hittir maður ekki rassgat t.d. sem sniper.

Lausnin er gott config. Chris' FPS Configs hafa bæði quality og FPS configs auk network configurations.

Fyrir þá sem eru vanir eru allar upplýsingar hér: http://www.fakkelbrigade.eu/chris/configs/

En ég ætla að reyna að gera step-by-step guide fyrir nýliða og óvana.

1. Til að byrja með viltu velja hvaða config þú vilt. Maxframes, Highframes, DX9Frames, Highquality, Maxquality. Ég þekki ekki muninn nema bara það sem segir sig sjálft en nota sjálfur Highframes. Hér eru skjáskot úr leiknum fyrir mismunandi configs: http://www.fakkelbrigade.eu/chris/configs/sshots.htm

2. Þegar þú ert búinn að velja skaltu opna það hér til vinstri http://www.fakkelbrigade.eu/chris/configs/ og copy-ar allan textann sem er þar inn í Notepad skjal.
1. http://i.imgur.com/NFWYx.png
2. http://i.imgur.com/ieSho.png

3. Áður en við breytum notepad skjalinu skulum við afrita Launch options fyrir TF2.
Í notepad skjalinu sérðu þessa línu ofarlega: (ATH hún getur verið mismunandi fyrir mismunandi configs)
[/color]// Launch options:
// FOR FULLSCREEN: -dxlevel 81 -full -w WIDTH -h HEIGHT -console -novid -useforcedmparms -noforcemaccel -noforcemspd
// FOR WINDOWED MODE: -dxlevel 81 -sw -w WIDTH -h HEIGHT -console -noborder -novid -useforcedmparms -noforcemaccel -noforcemspd

Hér geturðu valið annaðhvort að keyra leikinn í Fullscreen eða Windowed Mode fullscreen. Ég mæli STERKLEGA með því að nota Windowed Mode, það er enginn útlitslegur munur en maður getur alt-tabbað sig út úr leiknum á einni sek í stað 20.

Þar sem stendur -w WIDTH -h HEIGHT skaltu breyta í upplausnina þína, mín er t.d. 1920 by 1080 pixels og því -w 1920 -h 1080.

4. Afritaðu aðra hvora línuna inn í Launch Options fyrir TF2, sjá mynd: http://i.imgur.com/qOyDS.png

5. Skoðum nú aðeins notepad skjalið, því það þarf að breyta nokkrum hlutum þar. Nenni eiginlega ekki að útskýra mikið betur en þessi mynd sýnir mismuninn, þú velur bara milli nokkurra valmöguleika: http://i.imgur.com/oOS9Q.png

Haltu bara áfram í gegnum notepad skjalið og deletaðu því sem þú vilt deleta eða haltu því sem þú vilt halda, þetta segir sig sjálft.

6. Svo skaltu seiva þetta sem autoexec.cfg hér: http://i.imgur.com/w2MLx.png

Opnaðu leikinn og njóttu. Vinur minn er að reka á eftir mér svo ég verð að senda þetta svona rushed, afsakið með það.