Vandarmálið felst ekki bara í Counter Strike heldur á þetta við alla FPS leiki á PC. Samkeppnishæf spilun í CoD, CS og BF seríunum minnkar með hverjum deginum og nýliðun í leikina er lítil sem engin og fæstir af þeim sem byrja hafa áhuga á samkeppnishæfri spilun. Þessi þróun endurspeglast vel í því að WoW spilun hefur jukist jafnt og þétt í næstum áratug á meðan fjöldi spilara PC spilara á Íslandi hefur líklegast haldist í stað, allavega ekki stækkað á neinn afgerandi hátt.
Í raun, að minu mati, eru leikjatölvur eina ástæðan sem hægt er að nefna fyrir hnignun samkeppnishæfrar FPS spilunar. Helsta nýliðun seinustu árin hafa verið fermingarstrákar en það verður æ algengara að fermingarstrákar fái leikjatölvur; enda kosta þær meira en 80 þúsund. Þó tel ég ekki að leikjatölvur séu eina ástæðan fyrir þessari þróun - einnig má nefna breyttar stefnur hjá leikjaframleiðendum. Vegna þess að leikjatölvumarkaðurinn er orðinn margfalt stærri en PC markaðurinn þá, skiljanlega, byrja stærstu leikjaframleiðendurnir að leita á ný gróðafæri. Það er ekki enn þá jafn arðbært að framleiða tölvuleiki fyrir PC; hvað þá samkeppnishæfa tölvuleiki. Eina leiðin til þess að snúa þessari þróun við er að vekja áhuga fólks á samkeppnishæfri FPS spilun - því fyrirtækin munu svo sannarlega ekki gera það sjálf.