Ég er með Geforce 2 GTS, Celeron 600mhz, 196mb minni og ég er að fá allt frá 40fps á lögguðustu möppunum og upp í 99fps.
Það eru nokkur atriði sem gætu verið að…Ef þú ert að nota Detonator driverana frá Nvidia, notaðu þá útgáfu 6.18, ekki nýrri útgáfuna, hún er eitthvað gölluð og minnkar fps-ið um 20 ramma að mér skilst. Passaðu þig á að nota net_graph 3 ekki net_graph 1 eða 2, þeir eru fps hákar. Þú getur einnig notað cl_showfps 1 til að sjá bara fps.
Ég var að fá mér GeForce2 um daginn og var þá alltaf fastur í 60fps. Ég komst að því að það var refresh rate-ið á skjánum sem var að gera þetta, ég hækkaði það í 75hz og þá var ég stuck í 72 römmum á sek. Það er vegna FPSMAX skipunar í config skránni inni í cstrike möppunni, finndu þessa skipun og breyttu henni t.d. í 120.
Enn annað atriði er að nota tólin sem fylgja Geforce hugbúnaðinum og merkja við DISABLE VSYNC á bæði Direct3D og Opengl.
Prufaðu þetta til að byrja með……
Kveðja,
Ívar
[.Hate.]Icez