Aftur, bentu mér á regluna sem ég braut. Ég get bennt þér á reglu sem fólk brýtur á /tilveran þegar það póstar efni sem á heima á öðrum áhugamálum.
Ef þú telur ekki með minn þráð, þá er 1 af síðustu 30 þráðum um að kaupa tölvuleiki. Ef þú kannt eitthvað í lögfræði (sem ég efast reyndar um), þá ráða tveir hlutir mestu máli um hvernig er dæmt í málum: Lögin (reglur) og hefð (fyrir því hvernig hefur verið dæmt í svipuðum málum).
Hér er augljóslega hefð fyrir því að pósta þráðum um TS/ÓE fyrir tölvubúnað, það hefur engin regla áhugamálsins verið brotin með þessum þræði, svo að þráðurinn á rétt á sér.
Auk þess, stjórnendur þurfa að fylgja ákveðnum reglum, ein af þeim er að mismuna ekki notendum eftir þínum eigin geðþáttáákvörðunum. Ef stjórnandi ætlaði að eyða mínum þræði þyrfti hann að eyða öllum öðrum samskonar þráðum á áhugamálinu, vegna þess að ég er jú líka notandi vefsins.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“