Já minn kæri Aux!
Það er gaman að þú skulir nefna þetta. Við berum mikla virðingu fyrir GGRN-stjörnunni sem felur í sér að við förum mjög spart með hana. Hún náttúrlega táknar ákveðna tign innan klansins - m.ö.o. þeir sem hana bera eru herforingjar og stjórna leikjum og koma að strategískri ákvarðanatöku. Svo eru nokkrir menn utan klansins sem bera hana og kannski ekki úr vegi að nefna þá hér og nú.
Sérstaka heiðurstjörnu klansins bera aðeins tveir menn:
Memmnoch* & Zlave*
Það þarf nú varla að útskýra hvers vegna þessum tveimur heiðursmönnum hefur hlotnast GGRN-stjarna en þeir hafa að sjálfsögðu unnið ómetanlegt starf cs-heiminum Íslenska og þar með reynst GGRN vel.
Nú, svo eru tveir fyrrum GGRN-herforingjar, sem hafa verið sendir út af örkinni í sérverkefni. (Sem aðalega hafa falist í bjarga Heit en það er lengri saga en svo að hún verði sögð hér.) Þetta eru þeir.
LuPlebb* og Spaz**
Einsog sjá má eru aðeins fjórir utan klansins sem bera stoltir GGRN-stjörnu. Auðvitað erum menn stöðugt undir smásjánni en því miður verð ég að viðurkenna að Píkutjú okkar hefur enn ekki verið tekið fyrir hjá orðunefndinni en sjálfsagt er að athuga það í náinni framtíð.
Hins vegar, og kem ég nú að kjarna málsins, hefur verið í deiglunni að taka upp einskonar CS - Frægramanna horn - GGRN. Það er að taka til umfjöllunar cs-leikmenn sem hafa gert garðinn frægan á öðrum vettvangi. Þetta er eðli málsins samkvæmt nokkuð viðkvæmt efni því Cs-er náttúrlega sýndarveruleiki og mega heita helgispjöll að sprengja þann ramma sem ákvarðar þessa veröld. En það er alltaf gaman að labba á línunni og vil ég því beina þeim tilmælum til ykkar, ágætu Hugarar, að tilnefna menn landsfræga cs-spilara. Og nú hefur þú, Aux minn góður, riðið á vaðið og tilnefnt Pickachu en það hlýtur að teljast nokkuð gott að þekkjast af smápíkum á KFC.
Hverjir mega teljast frægir?
Knifah hefur gert garðinn frægan sem trompettstjarna í Garðabænum. Nú er Puppy.is ekki eitthvert rappfífl? Og var ekki einhver í Rokklingunum?
Sem sagt: Tilnefningar takk.
kveðja,
<br><br><a href="
http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste