Hæ! Ég er að lenda í skrítnum vandræðum með CS núna. Ég keyri hann í 800x600 og hef aldrei lent í vandræðum. Núna hins vegar kemur leikurinn bara sem 800x600 kassi með svörtu í kring í staðin fyrir að teygjast og fylla skjáinn (skjárinn minn er í 1024x768). Ég er með win2000 og ATI Rage Mobility 128 skjákort. Ég hef ekki hugmynd hvað getur verið að því að ég hef ekki skipt um skjákortsdrivera nýlega og þetta hefur alltaf virkað fínt með þessum driver. Ég hef reyndar installað nokkrum forritum síðan ég fór í CS síðast en ekkert sem ætti að fokka þessu upp.
Allavega, ef einhver veit hvað gæti verið að þá help me plz. Það er vonlaust að spila með þetta svona - allt pínulítið.