Stuart Holden, leikmaður bandaríska landsliðsins á HM, er fyrrum atvinnumaður í tölvuleiknum Counter-Strike. Hann átti farsælan feril sem slíkur á sínum yngri árum þar til hann hafði ekki tíma til að sinna þeim lengur vegna háskólaboltans. Holden er samningsbundinn Bolton á Englandi.

Holden, sem er fæddur árið 1985, spilaði hinn vinsæla tölvuleik Counter-Strike og var mjög góður. Hann var hluti af einu sigursælasta og besta liði Bandaríkjanna á sínum tíma, Forsaken, en hann notaðist við viðurnefnið “Holden”.

Holden var atvinnumaður í Counter-Strike en miklar tekjur má hafa af því að spila tölvuleiki í Bandaríkjunum. Eins og í öðrum liðsgreinum þurfti Holden að eyða miklum tíma í æfingar með liði sínu.

Þegar hann var kominn á fullt í háskólaboltanum með með Clemson háskólanum lagði hann músina á hilluna og fór alfarið að einbeita sér að boltanum.

Eftir háskólann samdi Holden við enska liðið Sunderland en ráðist var á hann fyrir utan bar í Newcastle og fór hann illa út úr þeirri árás. Hann snéri því aftur heim og lék með Houston Dynamo árin 2006-2009 áður en hann samdi við Bolton en Holden lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í febrúar á þessu ári.

Holden á að baki fimmtán landsleiki með bandaríska liðinu en hann kom inn á í 1-1 jafnteflisleiknum gegn Englandi á HM í Suður-Afríku.

http://www.dv.is/sport/2010/6/20/leikmadur-bandarikjanna-fyrrum-atvinnumadur-i-counter-strike/

nokkuð gott
kv.