Heift vs Tval fór fram á fimmtudaginn síðast liðinn. Við heift menn vissum að Trasgress yrði one man army en við fórum vel stemmdir í leikinn.
Strax í byrjun leiks byrjar trasgress gjörsamlega að kenna okkur cs, fáránleg hittni, pirrandi tímasetningar og fleira.
En eins og við bjuggumst við þá var þetta Trasgress one man army, enda endaði hann með 25-6 í fyrri og næsti maður á eftir honum var með 8-9 þannig pretty much ef við drápum
hann þá var roundið unnið okkur í hag.

Við í heift vorum á lani saman þegar þessi leikur var og vorum við orðnir allir verulega pirraðir þar sem ekkert virkaði gegn honum, sama hvað við flöshuðum og svona þá tók hann alltaf á móti okkur og hafði oftast betur.

Eftir leikinn í pirringi ákváðum við að specca hltv, nokkur atriði sem okkur fannst gruggug, þegar við speccuðum þessi atriði þá kannski sást alltaf eitthvað pínkulítið í hausinn á okkur en við gátum ekki séð það nema vera með demo-ið á fáránlega miklu slow motioni.
Ákváðum að prufa horfa á þetta með x-spec og byrjuðum þá að taka eftir þegar við vorum að spóla hratt yfir atriði að hann var skuggalega mikið að færa sig í posur eftir því hvernig við move-uðum. Horfði á okkur í gegnum veggi jafnvel, þó við vorum alveg silent þá var hann alltaf 100% viss um hvar við vorum og hafði engar áhyggjur af hinum stöðunum og einbeitti sér bara að stöðunum sem við vorum á. Rushaði stöður þar sem hann vissi að við vorum ekki, en eru vanalega kannski svona 90% líkur á að gaurar eru. Byrjaði að zoom-a með wappanum akkurat á réttum tímum þegar við vorum alveg að vera komnir þar sem við vorum búnir að fara silent alla leið kannski og fleira.
Já, við prufuðum að specca vini hans og reyna sjá hvort hann hafi fengið report og fleira.

Við erum kannski ekki beint að stimpla einhverju hack merki á hann, skiljanlega vorum við suddalega pirraðir sérstaklega þegar þetta var bara hann að vinna okkur, eins og áður var sagt ef hann dó voru 95% líkur á að við unnum roundið.
Við persónulega trúðum þessu ekki sjálfir enda hefur þessi gæji margoft sannað sig á lani.

Þannig hér sendum við bæði hltv fyrir aðra sem vilja specca það með volume í 1000 að reyna gá hvort hann soundspotti eða sjá hvort hann hafi mögulega geta fengið report.
Einnig er hérna myndband sem X-spec af nokkrum atriðum sem við völdum. 5:38 mín langt myndband með skuggalegum atriðum úr einu spili og við tókum ekki öll atriðin sem okkur fannst gruggug.

Þannig hver dæmi fyrir sig sjálfur.

HLTV: http://files.1337.is/games/cs/demos/GEGT1337-online-1-2010/ridlar/1.umferd.A-ridill.TVAL-vs-heift.de_dust2.zip

YouTube Klippa (léleg gæði): http://www.youtube.com/watch?v=wC_gRYXvNrk

Downloada Klippu (Góð gæði): http://www.filefront.com/16575909/trasgress.rar eða http://www.gigasize.com/formdownload.php

P.S.

Við erum ekki að segja að hann HACKI, pirringurinn í okkur lætur okkur náttúrulega dæma allt of fljótt kannski,
höfum alltaf borið virðingu fyrir þessum spilara.

Og ef hann er ekki að fragga er hann alveg kominn með í svona 8 mín góða fragg movie úr þessu eina hltv.