Skráning
Skráning liða verður opin í eina viku (til 24. maí 2010) og engin takmörk eru fyrir fjölda liða. Eftir að skráningu lýkur er enginn möguleiki á að koma liði inn í keppnina.
Skráning keppenda verður opin út allt mótið, en reglur munu gilda um leikmannaskipti.
Skráningarsíða: http://1337.is/online
Keppnisfyrirkomulag
Keppnisfyrirkomulag verður þannig að skráðum liðum verður raðað eftir styrkleika og dregið í fjóra riðla út frá því. Að riðlum loknum verður svo 8 liða double elimination.
Ekki er búið að ákveða dagsetningar á leikjum
Reglur
Reglur eru ekki alveg tilbúnar en verða settar hingað inn um leið og þær eru klárar. Reglurnar verða þó allar frekar mikið “common sense”. Sérstakar reglur munu gilda um leikmannaskipti og breytingar á Steam ID.
Verðlaun
Þar sem ég er að halda þetta algjörlega upp á eigin spýtur og með enga styrktaraðila á bak við mig verða verðlaunin ekki mikil að þessu sinni.
1. verðlaun: ventrilo server í 6 mánuði
2. verðlaun: ventrilo server í 3 mánuði
3. verðlaun: ventrilo server í 1 mánuð
Spurningar
Ef þið hafið einhverjar spurningar, komið þá við á #gegt1337 rásinni á IRCnet og spyrjið.
hver er þessi vefstjòri og hvað í andskotanum varðar hann um mína undirskrift?