Sorry en ég las einhverja spá hérna sem var gjörsamlega algjör þvæla aftur á bak og áfram svo ég ætla að koma með almennilega spá :
1. Seven - þó þeir hafi spila einn og einn leik illa á síðustu lanmótum þá hafa þeir alltaf klárað inn í úrslit og yfirleitt gengið frá þeim. Jafnvel þó þeir hafi leyft romim að spila einn tvo leiki.
2. celph - miðað við hvað sumir þeirra spila mikið cs þá fer maður að efast um að þeir þurfi að sofa yfir höfuð, komast án efa í top3 þó svo að eitthverjar breytingar innan liðsins hafi átt sér stað frá síðasta lanmóti (ef ég fer með rétt mál).
3. RWS - miðað við æfingalanið sem við erum á þá eiga þeir bara að sleppa því að keppa í cs og fara í dao og bloonsTD4. =) áherslan á cs er í sögulegu lágmarki.
4. nova - ef þeir taka upp músina þar sem frá var horfið á síðasta lani eiga þeir öruggt sæti í top4.
5. Veni - eftir þennan eina topp þeirra finnst mér hreinlega ekki mikið til þeirra koma lengur.
6. TVAL - Þeir spila skemmtilegan cs og hafa ágætis spilara en ég því miður veit ekki hvernig line-up verður hjá þeim svo ég ætla að vera bjartsýnn og segja 6. sæti fyrir tvalara.
7. Hyper - Ef eitthvað er að marka síðustu online leikina við þá þá eru þeir ekki að fara að gera neinar gloríur á invite mótinu. Edderkoppen ber höfuð og herðar yfir aðra meðlimi þarna en er ekki nóg til að fleyta þessu ágæta fleygi lengra en 7. sæti.
8. x/o - liðið er að fara með lánera á lanmótið og það held ég að sé ekki gott fyrir liðsheildina og spilamennsku liðsins. Það ásamt jafntefli við Cadre í umspilinu er ekki mjög sannfærandi.
9.-16. hypnotizeminds - Eiginlega eina liðið sem ég veit ekki neitt um á þessu móti. Hef samt ekkert heyrt um þá né spilað við þá svo ég get varla verið að búast við miklu. En af nafninu á liðinu að dæma þá eru þetta ekkert LA Lakers cs heimsins.
9.-16 Hogwarts - Veit ekki hvort þeir séu að fara á mótið til að trufla aðra eða til að download af ETH, því ég veit að þeir hafa mætt á næstum jafn mörg mót og ég og alltaf verið í sama pakkanum og ekki verið beint í neinni svaka baráttu.
9.-16. foreign.cs - eftir að hafa skeint sér með sínu eigin orðspori á síðasta lanmóti og komast ekki upp úr riðlinum þá þurfa þeir virkilega að hysja upp um sig brækurnar og fela skituna í buxnaskálminni með því að sanna sig á þessu móti.
9.-16. mtfw.cs - komust upp úr riðlinum á síðasta lanmóti á kostnað foreign.cs en ég held að það verði ekki svo glæsilegt hjá þeim núna. Liðið er enn mjög ungt og hefur ekki gert neitt merkilegra en önnur lið á mótinu.
9.-16. cadre - Þó þeir hafi náð jafntefli við x/o í umspilinu þá erum við ekki að fara að sjá þá komast langt á þessu móti. fer samt algjörlega eftir leikjunum við hin botn liðin.
9.-16. saints - Eru einfaldlega ekki búnir að spila nógu lengi saman. Verður samt gaman að sjá hvort þeir nái að grípa eins og eina eða tvær kanínur úr pípuhöttum sínum og koma okkur á óvart.
Ennþá 2 laus pláss eftir á mótið fyrst sharpwires og hitech mæta ekki. Veit ekki hver mun fylla það skarð en að öllum líkindum verða það engin lið sem blanda sér í top baráttuna.