http://snidugt.net/index.php?page=frett&id=98
Stóra stundin er runnin upp, æsispennandi riðlarnir eru búnir og 16 lið standa eftir. Nokkur stórlið féllu í riðlunum en riðill A fór eftir bókinni þó að eShock hafi næstum því náð að knýja fram góð úrslit í leik sínum gegn hitech. Veni unnu riðilinn örugglega.
Í riðli B forfeituðu NGU alla leikina sína B og eru því úr keppni, en 3g gerðu það einnig svo að liðin 2 sem eftir stóðu, Surface og Jungle (Team24s), voru búnir með sinn leik en hann fór 15-15. Þegar kom í ljós að NGU ætluðu sér ekki að spila þá tóku liðin annan leik uppá 1. sætið og Jungle vann 16-13.
Í riðli C voru í raun engin óvænt úrslit, AX og Hyper voru jöfn í efsta sæti eftir 2 leiki en Hyper tryggðu sér 1. sætið með öruggum sigri á AX mönnum. Mean Machine og Fifth voru ekki nálægt því að valda neinum óþægindum. Sama virtist vera uppá kantinum í D riðli en eftir að Memory náðu 15-15 gegn RWS þá var spurning hvernig sá riðill myndi enda. NewTactics sigruðu Memory og Cadre örugglega en fengu svo 16-0 forfeit sigur gegn RWS sem rétt komust uppúr riðlinum með 4 stig.
E riðill var dauðariðill en ljóst var að annað hvort gEg eða tiN myndu þurfa að detta út að riðlakeppni lokinni. Geg höfðu betur og unnu tiN 16-9. Unforgiven voru aldrei nálægt því að ná meira en 5 roundum. Í riðli F voru óvænt úrslit. Þegar MTFW kröfðust forfeits gegn DLIC þá var ljóst að DLIC þyrftu 16-5 sigur gegn Foreign til að komast úr riðli. Raunin var sú að Foreign unnu 16-6 gegn DLIC og staðfestu þar með lægð DLIC manna. DLIC duttu úr riðlinum með 3 stig, sem var forfeit sigur.
Í G riðli var slagur tveggja top10 liða eða SharpWires og DBSC. Þau voru hnífjöfn á stigum allan riðilinn og í úrslitaleik sínum gerðu þau 15-15 jafntefli en DBSC fengu 1. sætið vegna betri roundatölu. Hogwarts og AoA gerðu lítið til þess að ógna. Síðasti riðillinn, H-riðill, var einnig slagur milli tveggja efstu liðanna um 1. sætið en noVa hirti það þokkalega örugglega af a7x. Helgast forfeituðu sína leiki og konv!cted voru augljóslega klassa neðar en a7x.
Í 16 liða úrslitum mætast:
16 liða úrslit sunnudaginn 24. janúar 2010:
BEST OF THREE (LIÐ NEITA 1 OG VELJA 1 Í PM)
MÖPPIN TIL AÐ NEITA/VELJA ERU:
DE_NUKE
DE_TUSCAN
DE_INFERNO
DE_DUST2
DE_TRAIN
VENI vs. RWS
JUNGLE vs. MTFW
HYPER vs. HITECH
NEWTACTICS vs. ALMOST EXTREME
CELPHTITLED vs. SHARPWIRES
FOREIGN vs. A7X
DBSC vs. GRUNAÐI EKKI GVEND
NOVA vs. SURFACE
og eru þessi lið beðin um að fara á ircið og tala við IVAN- í pm!
Fréttayfirlit
23.01 ~ 17:03
#Snidugt.online #4 16 liða úrs…
18.01 ~ 20:43
Janúar topplistinn
07.01 ~ 11:19
Sniðugt #4
06.01 ~ 12:08
Gamer: Hver að verða síðastur
05.01 ~ 17:00
Nýtt map á simnet scrim server…
02.01 ~ 06:14
Skráning á Gamer 2010 #1 hafin…
26.12 ~ 03:44
Sniðugt.onlinemót #4 - Riðlar,…
25.12 ~ 20:05
MEISTARADEILDIN
24.12 ~ 18:18
Gleðileg jól
24.12 ~ 15:07
Topp 20 og sniðugt mót #4
Bætt við 23. janúar 2010 - 16:31
haha þetta fréttayfirlit átti ekki að koma, WTF