Málið er að við (NewTactics) áttum að spila við Memory í gærkvöldi því meðlimur þeirra (rtzy) talaði við mig þegar ég kom heim úr vinnu í kringum 5leytið í gær og spurði mig hvort við gætum tekið leikinn það kvöld.
Ég sagði að við yrðum rdy á milli 9 og hálf 10 og hann samþykkti það og svo erum við allir í mínu liði komnir inn á server rétt yfir 9 ásamt 2 leikmönnum þeirra.
Eins og gengur og gerist bara að stundum seinkar sumum aðeins þannig við ákveðum að bíða aðeins.. þegar klukkan fer að verða svona 20mín í 10 förum við nú að reka á eftir þeim enda við búnir að bíða rdy í hálftíma og þeir bara orðnir 3.. þegar klukkan er orðin tæplega 10 eru þeir búnir að vera 3 í smá tíma þannig við leyfum þeim að fara á irc og finna 2 lánera til að spila með þeim svo lengi sem við samþykkjum þá og þeir séu ekki skráðir með öðrum liðum (enda er það brot á reglum mótsins) .. eftir smá koma
svo 2 leikmenn dbsc inn á og við samþykkjum þá ekki enda eru þeir skráðir með öðru liði og þar af leiðandi brot á reglum. svo endar þetta bara með því að við förum útaf og Dredinn talar við Ivan og við fáum Forfeit (sem við ættum með réttu að vera löngu búnir að fá) og við förum nett pirraðir að sofa.. svo núna í dag þegar ég kem heim úr vinnu er þessi rtzy mættur aftur og segir að hann hafi talað við Ivan og að við eigum að fá forfeit á okkur ef við spilum ekki leikinn núna í kvöld.
það sem ég er að pæla í er..
HVERSU FÁRÁNLEGT er að gefa okkur forfeit win (sem við eigum rétt á enda biðum við í rúman klukkutíma eftir þeim í gærkvöldi) en svo bara hætta við þetta forfeit og láta okkur tapa með forfeiti ef við spilum ekki þennan leik í kvöld (deadline er btw í kvöld kl 21:30)
væri endilega til í að fá ykkar skoðun á þessari steypu!
- Binni