Það er rétt að W7 taki minna vinnsluminni, kannski svona 300mb meira! Ég hef notað Xp mikið og var með það í hinni tölvunni minni sem er lélegri því ég helt hún myndi ekki ná að run-a W7 almennilega ef spilaðir væru leikir mikið i henni og svona.
Annað kom samt í ljós! Hún er að nota svona 600mb vinnsluminni, sem er sma hækkun frá Xp, hún er alveg hætt að lagga í leikjum jafnvel þó ég hafi ekki breytt neinum stillingum i leikjunum sjalfum, CS og WoW lýta miklu betur út í W7 heldur en Xp og run-a miklu meira smooth!
Ég skora á þig að ef þú ert með svona 3gb eða meira i vinnsluminni og gott skjákort að fara í W7 og bara prófa munin!
Flestir tölvusérfræðingar sem ég þekki fóru i W7 og segjast ekkert sjá eftir þvi og að það sé bara lang best ef þú ert með tölvu sem höndlar það!
Bætt við 8. desember 2009 - 07:14
Ups gleymdi Linux :)
Linux er líka nett kerfi til að nota! Slepptu bara Xp alveg þá! ;)