þannig er mál með vexti að ég var í tölvunni og allt í einu slekkur hún á sér og vill ekki fara aftur af stað, ég kíki aðeins á hana og aflgjafinn er sjóðheitur þannig ég hélt að hann væri farinn.

En svo sé ég ljós á móðurborðinu þannig ég held það sé allt í gúddí með hann. Ég lét tölvuna kólna í klukkutíma og reyndi aftur að ræsa hana. þá ýti ég á takkan og í svona hálfa sek virðist eins og hún startist(viftuljós og viftur fara í gang). en hún nær ekki að startast.

núna vill ég spurja ykkur, hafið þið lent í svona eða vitið þið hvað gæti verið að ?
Sæll