Ætla að testa að hafa onlinemót þar sem lið borga til að spila. Tek skýrt fram að allur peningurinn fer í peningaverðlaun fyrir 1, 2 og 3. sætið!. Það mun semsagt kosta 2500 kall, 500 kall á leikmann sem er ekki jack shit fyrir cs mót. Mótið yrði þá 16 liða mót þar sem það væru notaðir riðlar til að seeda (stig + round) í 16 liða double elim kerfi. Mótið myndi taka mánuð, þar sem það væri spilað alla riðlaleikina (uppí 16) á sunnudagskvöldi frá 8-11, öll lið kæmust svo upp í 16 liða úrslitin.

Þetta yrði þá eitthvað svona



Riðlar:
Leikur 1 - Þriðjudagur 20:00 (1. vika)
Leikur 2 - Þriðjudagur 21:00
Leikur 3 - Þriðjudagur 22:00

Útsláttarkeppni
16 liða úrslit - Þriðjudagur 20:00 (2. vika)
8 liða úrslit (WB & LB) - Þriðjudagur 21:00
8 liða úrslit (LB nr 2) - Þriðjudagur 22:00

Undanúrslit (WB & LB) - Þriðjudagur 20:00 (3. vika)
Undanúrslit (LB nr 2) - Þriðjudagur 21:00
Úrslit (WB & LB) - Þriðjudagur 22:00

Úrslit (LB nr 2) - Þriðjudagur 20:00 (4. vika)
Grand Final Bo3 (WinnersB. 1 map LosersB. 2 maps) - Þriðjudagur 21:00

Veit allavega að ég ætla að skrá cc í þetta mót, ég vill líka benda á það að eftir að lið skráir sig þá má það alltaf afskrá sig og fá peninginn til baka. Einnig er 2500kr. liðsverð, þannig að þú mátt alveg skrá 8 leikmenn fyrir 2500kr. ef þú endilega vilt það. Það munu gilda mjög strangar reglur og leikmannaskráningu og það verður engar reglur beygt nema með algjöru samþykki allra þriggja aðila (admins og beggja liða).

Vonandi skráiði ykkur, þetta er hræódýrt en fyrir utan það að maður getur unnið mikinn pening þá skuldbindur þetta lið sem skrá sig svo að það verða alveg klárlega engin forfeit.

Hvernig líst ykkur á?


Bætt við 17. ágúst 2009 - 07:29
Talið við mig á #onlinemot á ircinu ef þið viljið skrá ykkur eða spurja frekar útí hvernig þetta virkar. Og nei ég er augljóslega ekki að fara að stela peningnum ykkar, kommon, þetta er ísland?