Ég verð nú að segja það að það hefur oft farið í taugarnar á mér þetta sniperlimit, en ég skil það svosem mjög vel. Það er náttúrulega ekkert leiðinlegra í svona TP(teamplay) leik en haugur af gaurum sem spila bara sniper, þá er hægt að kveðja tp-ið med de samme.
En það getur oft verið gaman að fara inn og taka aðeins í sniperinn, og ég er reyndar á því að ef réttir menn fá snipinn í hendur geta þeir orðið gríðarmikilvægir í að halda aftur af hinu liðinu.
En ég held að það séu svosem fá góð tól til til að laga tp, það er einfaldlega undir spilurunum sem eru inni hverju sinni að sýna vilja og spila þetta sem lið. Maður hefur oft lent á frábærum public leikjum þar sem tp-ið er til mikillar fyrirmyndar en því miður lendir maður of oft í því að það eru 2-3 að spila eins og lið og hinir eru í einhverju tómu fokki (vinsælasta fokkið í dag er spy í vörn, OMG).
Það eru náttúrulega fá möpp sem draga eins mikið úr tp og okkar “ástsæla” hunted, í þau fáu skipti sem einhver nennir að spila hunted gaurinn þá er það yfirleitt einhver grábölvaður drulluspaði sem heldur að hann geti tekið þetta á sprettinum því hann er svo leet, eða þá að hann verður afk og úr verður tilgangslaust spamm frá helv…
Það er þessvegna sem ég tek þessum nýja server fagnandi, nú getur fólk allavegna valið hvort það vill tilgangslaust spamm dauðans eða reyna að spila tp að einhverju leiti, við skulum bara vona að þeir sem engann áhuga hafa á tp hafi rekið augun í þennan nýja server.
Rav, þú ert að gera góða hluti, það vantaði einmitt áð fá örlítið meiri fjölbreytni í þetta, þetta var að verða dáldið sterílt. :)
Úff, langt rant (á mínum mæli, ekki smoooths :) ), reyni að hemja mig næst.
[gRiD]Morpheus