Ég gerði planið þannig að leikir áttu að hefjast 19:00 með markmiðið að láta þá hefjast ekki seinna en 21:00. En tafir urðu minniháttar og fyrsta umferðin var búin kringum 20:30. Restin var bara smooth, alveg örfá minniháttar vandamál sem voru leyst á 5mínútum komu upp og eftir minni bestu vitund er enginn svekktur eða bitur útaf einhverju svindli eða einhverju.

Jozy hjá www.snidugt.net skráði niður öll úrslit beint á síðuna í gær um leið og leikirnir voru búnir og Dredinn hjá www.esports.is var einnig að henda inn fréttum á esports. Stærsta shockið var kannski 16-14 sigur ninjas gegn celph, en maður gat svosem búist við því þar sem celph eru ekki með sitt fræga lineup. Einnig eru Leyni hérna en eftir minni bestu vitund eru það SpiKe, Vargur, Blibb, Zombie og Elliwho. Þeir eru búnir að rústa öllu, kepptu gegn GM og unnu 16-8 eða 16-9 eða 16-7, það kemur í ljós eftir klukkutíma þegar þessi lið mæta á svæðið og tilkynna úrslitin (þau eru ekki á síðunni því við vitum þau ekki). Í source er aðalkeppnin milli Porchmonkeys (madapug) og Ministry.ice um 2. sætið í riðlinum.

Annar dagurinn verður þannig að leikir hefjast núna klukkan 13:00 og allar umferðir eru á www.snidugt.net. Þegar riðlar klárast verða svo brackets. Þegar það verður komið í brackets munum við gera okkar besta til að hafa TV og shoutcast útá við, svo að þið getið horft og hlustað að heiman, en eins og ég segi þá var það seinast gert á Íslandi fyrir einhverjum 3 árum svo að ég get ekkert nema vonað að þetta takist hjá Jozy, dezeGno og Svenna ElgTanada sem ætla að reyna að plugga þessu.


p.s. ENSKI BOLTINN AÐ BYRJA