Heilar og sælar,

Dagur 1 er búinn og gékk allt vægast sagt vel.

Við mættum á mótið nokkrum klukkutímum fyrir leikina okkar og sáum nokkur lið spila og vorum aðeins að melta stemminguna.

Adminarnir á Gamegune voru ekki lengi að segja okkur að halda kjafti enda vel háværir þegar við vinnum round og nánast við hvert kill.

Fyrsti leikurinn okkar var gegn þjóðverjunum í TBH í dust2 og náðum við nokkuð solid og tókum fyrri 12-3 við ströggluðum aðeins í seinni en yours truly nældi í jafntefli með mega 1v1 clutchi og kom seven í 15-11 og þegar staðan var 15-14 náðum við að negla seinasta með að basicly rusha á þá sem CT og refsa þessum þýskurum.

Næsti leikur var leikurinn sem við vorum örugglega mest spenntir fyrir en það var gegn einu af bestu liðum frakklands Millenium sem lentu nýlega í þriðja sæti á Dreamhack og unnu EPS France.

Við lentum aldrei í vandræðum með þeim og gjörsamlega flengdum þessa litlu eiffeil hjömma, aldrei vafi frá því að við unnum okkar fyrsta round og við sundurspiluðum þá.

Hálfvorkenndum greyjunum en þeir sátu beint á móti okkur hálfgrátandi, france style.

23-7.

Seinasti leikurinn var vægast sagt léttur en það var einhvað portúgalskt lið, BRUSSIFORI og tókum við þá 16-1, 21-9 samtals.

Þannig í heildina litið enduðum við í fyrsta sæti í riðlinum en við vorum #3 seed og meistarar TBH með CHEF-KOCH í farabroddi tóku annað sætið.

Morgundagurinn verður spennandi en þá fáum við annað franskt lið, esport-eu. En þeir hafa verið ágætlega hressir uppá síðkastið en vonandi náum við góðum leik í Train og höldum okkur uppi í Winners Bracket en mig grunar að við munum þá fá WICKED ef við vinnum esport-eu.

Cheerios og speccið okkur klukkan c.a 14 á morgun
www.hltv.org