Ahola!
Jæja ætla uppfæra ykkur smá hvað við peyjarnir erum búnir að vera athafna okkur hérna útá spáni.
Við erum búnir að vera hérna núna í 5-6 daga, það var langt ferðalag að komast hingað til Bilbao, þar sem við flugum til Barcelona og þaðan þurftum við að taka rútu til Zaragoza og þar þurftum við svo að taka rútu til Bilbao.
Gott 21klst ferðalag frá því að við vöknuðum á Íslandi.
Bilbao er miklu stærri borg en við bjuggumst við og þetta er ekki jafn ferðamannavænn staður og við héldum. Hótelið okkar er inní miðju verslunar centeri og alveg sama hvar er litið eru einhver huge malls útum allt.
Veðrið er búið að vera rokkandi á alla vegu, við erum búnir að fá einn geðveikan dag sem við eyddum á ströndinni og fífluðumst eitthvað.
Við erum búnir að labba hérna útum allt og reyna smakka alla kebab staði bæjarins, við týndumst í miðjum bænum og það skilur enginn ensku hérna og veit enginn neitt, algjörir spanjólar.
Við vorum það heppnir að fyrsta kvöldið okkar hérna þá lentum við í afmæli bæjarins sem var alveg ruddaleg stemming og hittum fullt af spánverjum, sem við djömmuðum með allt kvöldið. Helgi og Binnos urðu svo heiftarlega þunnir, því einhverjar píur voru að dæla í þá rauðvíni blandað í sveskjusafa allt kvöldið, sóóóðalega mikill viðbjóður.
Núna erum við bara liggjandi uppá hóteli að specca demo's af liðunum á mótinu, ég sá að Dignitas og mouz eru búnir að checka sig inná hótelið hliðiná okkur svo við förum kannski og tökum eitthvað í þá.
Það er eitt sem er semi ömurlegt á að vera hérna er að það er insane dýrt að vera hérna, við erum að borga rúmar 8 evrur fyrir mcdonalds sem eru í kringum 1500kr íslenskar, þetta er sick.
BEC er örugglega stærsta bygging sem við höfum séð, húsið sjálft er 328.000 fermetrar, þar af 41.000 fermetrar af veitingastöðum en þarna eru oft haldin innan hús rallý- og mótórkrosskeppnir þannig þetta verður einhvað grand.
Mótið byrjar svo á morgun, fyrsti riðilinn er klukkan 09:00 á íslenskum tíma en við byrjum að spila klukkan c.a 19:00 gegn TBH frá þýskalandi og klárum við svo riðilinn fram eftir kvöldi.
http://i29.tinypic.com/263h8yf.jpg
(Fyrir framan BEC)
http://i25.tinypic.com/24y1npt.jpg
BEC!
Peace out,
seven.