Smá info frá mér, langt síðan ég pluggaði ykkur síðast.
http://skjalfti.simnet.is/hlstats/
Þarna eru player rankings og fleira fyrir simnet CS serverana.
Vinna fyrir skjálfta 1 2002 er á fullu og reikna ég með að vera kominn með allt info um reglur og annað í öllum greinum fyrir 28. feb nk.
Búið að bæta við server á 194.105.226.115:27035 sem kallast Simnet PRO. Þessi server er 10 manna og með fínu de_ mapcycle.
Í bígerð er svo “map” server, reikna með mapcycle uppá 20 borð sem er breytt einu sinni í mánuði.
IRC er vinsæll staður til að reyna ná í mig. Vinsamlegast reynið nú að slaka aðeins á í msgum. Þetta er farið að jafnast á við ofsóknir hjá sumum ykkar. Ef ég svara ekki á IRC þá er ég annaðhvort ekki við, vill ekki svara ykkur eða hef ekki tíma til þess. Þið getið alltaf sent mér mail á cs@simnet.is.
Ef þið eruð með spurningar um skjálftamótið EKKI msga á irc mail me cs@simnet.is sama gildir um breytingar á liðum í TCS sem er lokað í kvöld.
Miklar umræður hafa verið um reglur á serverunum og rcon usage á þeim. Það er ekki lýðræði á serverunum. Það er ekki málfrelsi á serverunum. Það er einn maður sem stjórnar þeim og hann ræður. Að þrefa við hann um reglur þegar hann er búinn að láta það í ljós að þær séu óumsemjanlegar er hrein tímaeyðsla. Virðið þann sem stjórnar server, hvort sem það er ég eða einhverjir aðrir. Þeir sem eru með rcon hafa fengið leiðbeinandi tilmæli um notkun þess en verða alltaf að treysta á eigin dómgreind og tilfinningar þegar kemur að því að nota rcon. Hugsið aðeins meira áður en þið farið að fleima meðspilendur ykkar eða rífa kjaft. Það gæti komið ykkur í koll.
Ef ykkur finnst eitthvað ekki í lagi eða viðjið sjá mig gera eitthvað sem þið vilduð sjá, sendið mér mail, ég er yfirleitt fair :=).
Jæja meira er það ekki í bili þótt eflaust vanti helling.
Konni
aka zlave