Þetta var ömurlegt lanmót. Skipulagið var ekkert fyrir Source, enginn sem maður gat talað við nema eitthvað leiðinda fólk þarna í “Admin” horninu.
Efast um að ég nenni aftur á lanmót eftir þetta bull.
Listi yfir það sem pirraði mig:
1. Mætti á föstudeginum og borgaði 3500 krónur, og það voru ekki einusinni komnir servarar. Hvað áttum við að gera? Þeir komu ekki fyrr en á laugardeginum.
2. Ekkert vent, varð að hýsa sjálfur vent server. Btw. þá var það tilviljun að ég var með forritið til að hýsa vent server, ef ég hefði ekki verið með það hefði ég ekki getað downloadað því.
3. Ef þú borgaðir fyrir netið(1000 kr) gastu ekki notað það í neina afþreyingu, basicly gastu farið á MSN, Huga og MBL. Ef þig vantaði drivers eða eitthvað var ekki séns að downloada neinu svoleiðis. YouTube var líka algjörlega blockað, ásamt fleiri svoleiðis síðum.
4. Logið um verð á ÖLLU í sjoppunni þarna. Mix var hækkað um 100%, pizzurnar um 25% án nokkurs fyrirvara, og þeir nenntu ekki einusinni að uppfæra verðskránna á síðunni.
5. Þvílíkt vesen að finna fólkið sem maður átti að spila við ef maður þekkti það ekki, kortið af því hvar fólk sat var vitlaust.
6. Engar stöður voru uppfærðar á þessari “riðlar & úrslit” síðu, svo maður vissi ENGANVEGIN hvað var í gangi á þessu lani.
7. Alltaf verið að breyta hvernig riðlarnir virkuðu, reglurnar voru ónákvæmar.
8. Enginn sem sá um Source deildina nema Grisli, sem fór fyrri partinn á Laugardegum held ég. Vantaði fleiri.
Virkilega illa að þessu staðið, og þessir sem sáu um þetta mót eiga ekki hrós skilið.