Nú? Ég man ágætlega eftir nokkrum atvikum þar sem þú segir að 1.6 sé betri og source sé rusl sem ætti ekki að vera spilað eins og fólk getur séð hér.
Það er munur á mínum persónulegum skoðunum og á því starfi sem ég vinn hér, sem er btw sjálfboðavinna… Ég stend við það að þegar ég segi að ég geri ekki upp á milli þessara leikja þá geri ég það ekki! Ekki einu sinni reyna að koma með eitthvað svona kjaftæði að ég sé að gera upp á milli þeirra.
Nei! því miður verð ég að opna augun þín og láta þig stara á þá staðreynd að source er mun meira spilaður dags daglega eins og sést hér: http://store.steampowered.com/stats/
Þetta eru alþjóðlegar tölur en ekki íslenskar tölur. Við erum að tala um íslenskar síður og íslensk mót og þá er um að gera og mæla þetta frá íslenskum tölum. Þó eru miklu fleiri stór LAN mót sem nota frekar CS heldur en CSS, ég veit ekki betur en að stærsta CSS LAN mótið hafi orðið gjaldþrota…
Já skemmtilegt nokkuð, ég man líka eftir því og þeirri dellu. til að byrja með þá átti þetta að vera eitt af þeim fyrstu ef ekki það fyrsta lan fyrir source sem yrði haldið mót í. Það segir sig sjálft að 1.6arar hljóta að vera svoldið vanari því að skrá sig og vita hverjir komast og þannig. Svo var staðan þannig að 1.6 var fullt og fleiri lið að reyna komast að í 1.6 meðan source hafði jú bara 4 lið skráð en mun fleiri voru búin að segjast ætla skrá sig en væru bara gá hvort þeir væru ekki með nægan mannskap.
Síðan mánuði fyrir deadline á skráningu þá fengum við sourcarar skvettu af köldu vatni framan í okkur. þið slepptuð að hafa source til að rúma fleiri 1.6 lið og ég man jafnvel þá eftir að hafa rifist í þér en þú varst jafn þröngsýnn þá og þú ert núna.
Þetta er eitt mesta kjaftæði sem ég hef lesið. Í fyrsta lagi er ekkert flókið að skrá sig… Þú ferð á heimasíðu, fyllir út upplýsingar og voila! Þú ert skráður, þá er það eina sem þú þarft að gera er að mæta á skráða dagsetningu og vera hress. Í öðru lagi þá beiluðum við aldrei á CSS heldur misstuð þið að sénsinum ykkar, við tókum skýrt fram að valið væri á milli CSS og COD og þeir sem væru fyrstir að skrá fleiri lið fengju plássið, og COD voru ekki lengi að skella saman nokkrum liðum á meðan þið rétt rædduð þetta.
Nei, ekki er ég hættur, ég er bara rétt að byrja, ég stunda þetta að krafti og reyni mitt besta við að efla leikjamenninguna hér á landi en ef það er eitthvað eða einhverjir sem gera það að völdum að ég hugsa um að hætta eru það bjánar eins og þú sem rugla saman mínum persónulegu skoðunum saman við mitt starf sem ég stunda hér. Ég geri ekki upp á milli þessara leikja, punktur.