Jæja .. byrjar hann aftur! er nú víst sagt :)
Anyhow ..
Það að spila á opnum server krefst ábyrgðar spilarans til að hafa leikinn jafnann og sanngjarnann. Nú upp á síðkastið hefur borið svolítið á því á Fortress-E að annað liðið er kannski bara orðið tveir leikmenn eða jafnvel kannski einn á móti 5-10. Menn ÞURFA að skipta á milli eins fljótt og þeir geta eða fá aðra í liðinu til að fara yfir ef menn vilja endilega vera áfram með sínum “vinum”. Síðan þarf auðvitað að meta það þannig að þeir sem eru “lykilmenn” í liðinu það augnablikið fara ekki yfir nema liðin séu mjög ójöfn sóknar eða varnarlega. T.d er varla forsvaranlegt að Enginer fari á milli liða ef hann er að halda góðri vörn, eða Medic sem er duglegur að skila fánum, eða Soldier sem stoppar sóknir og svo má lengi telja. Málið er að jöfn lið skila mun skemmtilegri leik til allra, meiri spennu og fjöri um allt mappið sem er í gangi.
O vs D ..
Ef serverinn er fámennur er góð lausn að spila O vs D til að fá meira action, en þá VERÐA líka allir að vera samtaka í þessum aðgerðum enda fátt heimskulegra en Sniper sem stendur einn á “sóknarliðs” virkinu og bíður þar til á hann vaxa kóngulóarvefir. En ef það fjölgar á servernum þá fellur þessi O vs D hugmynd strax um koll, þá þýðir ekkert að rífast og skammast í samspilurum með fúkyrðum og leiðindum til að rembast við að halda sama taktinum áfram.
Textspam …
Þegar menn eru að spila af krafti og rembast við að halda einhverju smá skipulagi á sókn/vörn þá er fátt meira pirrandi en endalaust bull um ekkert og sífelldar endurtekningar á einhverjum hallæris skilaboðum um *hver sá *hvern og *hvenær.. (WHO THE F… CARES!). Já síðan eru líka síendurtekin MSG eins og “GJ”, “Eg er beztur!” og “Nonni(random nafn) er gay” ALGER óþarfa ósiður, eins og það að gera “GG” gazillion sinnum þar sem þá geta færri en vilja sagt sitt “GG” og þar með þakkað kurteislega fyrir góðann leik. Ég vildi líka benda á að IRCið er ágætis spjall vettvangur ef “þurfa” að ræða við vini sína um hvort það sé ekki allt í lagi heima hjá þeim osfv. (reyndar má fara í spec-mode (í stuttan tíma) og tala þar ef menn tíma ekki plássinu á servernum en ég mæli síðastur allra með því, þar sem þá er kannski verið að taka upp pláss fyrir menn sem er vonandi meiri alvara í að spila)
Síðan þarf (!!) að benda mönnum á að spila classa við hæfi og á stað sem hæfir classanum. Spy td. hefur EKKERT og mun ALDREI hafa neitt að gera dulbúinn sem óvinur í sínu eigin virki kastandi pillum í allar áttir og trufla þá sem eru í D sem aðrir klassar og spandera grensunum sínum, þar sem menn prima oft þegar óvinur nálgast sem síðan er bara friendly Spy, ARRG. (ég hef bara einu sinni séð Spy virka sem D, þá var einn gamall gRiDdari dulbúinn sem enemy spy feik-dauður hjá lyklinum í Rock2 sem backup hjá Soldier (ég sjálfur) sem var þar í vörn en það krafðist mikillar þolinmæði, og það voru nægir spilarar til að taka sóknina) Enginer þarf síðan EINGA hjálp frá Soldierum með kúbein við að byggja SGið og fylla á Dispencer og viðhalda þeim, ég mæli með því að menn þvælist ekki fyrir vinnandi mönnum ef þeim leiðist heldur fari þá frekar út fyrir og gerist byssufóður eða bara gera eitthvað gáfulegra en að trufla þá sem þurfa pláss og hafa stuttan tíma milli sókna óvinar. Eins er Medic ágætur til að plástra “smá” á menn en þegar þeir fara að verða á manni í fleiri mínútur eins og kvefpestin sem mótherjarnir dreifa þá mega þeir eiga sig fyrir mér. Og talandi um Pestina, ef menn smitast þá VERÐA þeir að gæta sín á að smita ekki allt liðið sitt í leiðinni heldur bara drepa sig með grensu eða typa “kill” í console og ALLRASíST fara inní Respawnið sitt!!
Svo bara að muna, það eru EKKI þín “Kill” sem vinna leikinn það eru fánarnir (lyklarnir) og þín vinna við vörn/sókn er ÖLL til góðs, og í framhaldi af því þá eru þessi 3 skref sem menn koma fánanum áfram allt skref í átt að sama takmarkinu hver svo sem Cappar í endann, það á aldrei að skipta máli HVER cappar so fremi sem það SÉ Cappað!
Með TFC Kveðjum
SMOOOTH