Þegar ég sá fyrirsögnina datt mér til hugar fyrirsögn í Séð og Heyrt og þess vegna smellti ég. Ég átti von á “Ég reinstallaði CS og nú er ég fyrirlitinn af meðbræðrum mínum” eða “Ég reinstallaði CS og konan fór frá mér” en nei, smásálartuðran á ekki í tilfinningalegum vandræðum, heldur lifir hann við það að textinn hans hafi hvítnað upp og tilvera viðkomandi er ekki eins og hann á henni að venjast. Mér er spurn, hvað gerist með þennan unga mann ef að hann nær ekki gula litnum tilbaka, hættir hann kannski að vera #1, eða leggur hann meira upp úr því að reyna og rembast eins og rjúpan við staurinn til þess að fá upphaflega litinn á letrinu svo hann geti lifað sáttur, hamingjusamur og frjáls í þessu tímabundna ástandi sem að við kjósum að kalla líf. Þetta er ekkert smámál ég sé það í hendi mér og legg ég mikið upp úr því að unga manninum verði hjálpað svo að hann leggjist ekki í melankólíu og fari að dunda sér við það að skera í upp á sér slagæðar.
Umhyggju og kærleikskveðjur- Promazin